Auglýsir eftir nammismökkurum í vinnu

Hér er mögulega um eftirsóknarverðasta starf landsins að ræða: Nói-Síríus er að auglýsa eftir sælgætissmakkara inni á instagramsíðu sinni.

Þar segir að fyrirtækið ætli að bjóða einum vini að vera hluti af smakkhópi Nóa-Síríusar. Meðlimir í hópnum fái að smakka allt það nýjasta sem sé í þróun hjá fyrirtækinu og taka ákvörðun um hvaða nýja nammi verður sett á markað.

Eins og gefur að skilja hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa en miði er möguleiki og því borgar sig að vera með!

mbl.is