Leyndardómar brúðartertu hertogahjónanna afhjúpaðir

Ljósmynd/samsett mynd

Áhugi fólks á ævintýrum bresku konungsfjölskyldunnar er ævintýralegur og nú hefur verið greint frá því að brúðarkaka þeirra Vilhjálms og Katrínar hafi valdið töluverðum heilabrotum.

Í viðtali við tímaritið People sagði Fiona Cairns, sem bakaði kökuna, að fyrirmælin hefðu komið frá Katrínu og hefðu verið afar nákvæm. Hún hafi viljað mýkri sykurmassa en konunglega hefðin bauð upp á. Jafnframt var listi yfir 17 blóma- og plöntutegugundir sem urðu að vera hluti af kökunni. Litirnir skiptu líka miklu máli sem og bragðið. Kakan var á átta hæðum og hana prýddu yfir 900 blóm.

Kakan varð að vera margra laga og eingöngu skyldi bökuð hefðbundin bresk ávaxtakaka. Ekki skyldi hún gyllt eða glitrandi og enga liti mátti hún hafa heldur.

Einnig varð hönnun kökunnar að vera óður til Buckingham hallar en kakan mátti ekki vera of há. Á endanum varð að fjarlægja hurðir til að koma kökunni á sinn stað og þótti kakan heppnast afar vel.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert