Himnesk hollusta verður MUNA

María Gomez.
María Gomez. Ljósmynd/Aðsend

Himnesk hollusta, sem hefur um árabil leikið stórt hlutverk í heilbrigðum lífsstíl landsmanna, hefur nú fengið nafnið MUNA.


Breytingarnar fela meðal annars í sér aukna vöruþróun en línan spannar nú um sjötíu vörur. Eins verður lögð áhersla á heildrænan og heilbrigðan lífsstíl í markaðssetningu MUNA og lagt kapp á að og fræða neytandann um hollari valkosti, innihald varanna og samfélagslega ábyrgð en MUNA býður upp á 100% lífrænt vottaða vöruflokka.

Í samstarfi við MUNA mun matarbloggarinn María Gomez hanna heilsusamlegar uppskriftir sem vert er að fylgjast með á muna.is

„MUNA vörurnar eru fyrsta flokks gæðavörur og okkar samstarfsaðilar með þeim virtustu í Evrópu. MUNA hefur heiðarleika og gagnsæi að leiðarljósi og við veljum ætíð hollari valkostinn í okkar vöruval. Samkvæmt ánægjulegum niðurstöðum úr markaðsrannsóknum eru viðskiptavinir okkar sammála um að það skili sér sannarlega í bragðgæðum,” segir í tilkynningu MUNA.

Hægt er að fylgjast með MUNA með því að smella hér.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is