Húsráðin sem allir þurfa að kunna

mbl.is/iStockphoto

Hér afhjúpum við nokkur leyndarmál sem munu koma í veg fyrir matarsóun og spara þér tíma í þrifum í eldhúsinu.

Stingdu í eggin

Til að koma í veg fyrir að eggin springi og fljóti út í vatnið við suðu skaltu muna eftir að stinga í þau með nál. Stingið í eggin á toppi og botni og leggið þau því næst í vatnið til að sjóða.

Geymslutími grænmetis

Til að grænmeti og ávextir haldi sér lengur skaltu leggja þau á eldhúspappír í ísskápnum. Pappírinn dregur í sig allan raka sem kemur af grænmetinu.

Stökkt grænmeti

Stundum verður grænmeti, eins og t.d. gulrætur, mjúkt og leiðinlegt. Til að ná fram stökku yfirbragðinu á ný skaltu setja grænmetið í skál með köldu vatni og inn í ísskáp.

Meira af safa

Til að ná meiri safa úr ávöxtum skaltu rúlla þeim létt fram og til baka á borðinu til að mýkja þá aðeins upp áður en þú sprautar úr þeim.

Soðið pasta

Pasta getur orðið hálfólystugt daginn eftir suðu. Settu það næst í plastpoka og inn í ísskáp. Næsta dag sýður þú vatn í potti og leggur pastað þar í í nokkrar sekúndur — og pastað verður aftur eins og nýsoðið.

Tómatsósa

Vissir þú að tómatsósa er frábær fæða til að þrífa koparpottana þína. Nuddaðu koparinn með tómatsósu og þurrkaðu yfir með hreinum klút.

Kalt kaffi

Næst þegar þú átt afgang af kaffi í könnunni skaltu ekki hella því niður. Helltu því frekar í ísmolabox og geymdu í frysti. Þegar þú býrð til ískaffi mun kaffiklakinn koma skemmtilega á óvart.

mbl.is