Svona tekur þú sumarbústaðareldhúsið í gegn

Ljósmynd/Nordiska Kök

Ef maður skoðar fasteignavef mbl og hefur almennt komið inn í sumarbústaði hér á landi þá er eitt sem þeir eiga sammerkt: Þeir eru allir eins.

Lítil þróun hefur orðið í hönnun sumarbústaða ef undan eru skildar glerhallaöfgarnar sem buðu upp á mínímalíska umpólun svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Viðarkofinn sjálfur hefur lítið breyst undanfarna áratugi en nú horfir til betri vegar.

Fólk hefur verið að mála bústaðina að innan sem gjörbreytir þeim algjörlega og hér koma hugmyndir fyrir eldhúsið:

Þú þarft ekki að rífa allt út og kaupa nýtt. Alls ekki. Hins vegar geta litlar breytingar gert mikið eins og að mála eldhúsið en við mælum heilshugar með mjúkri litapallettu.

Borðplatan skiptir máli. Ný borðplata á það til að gjörbreyta eldhúsinu.

Ekki drukkna í dóti. Flestir gera þau misstök að vera með alltof mikið dót í bústaðnum. Ímyndaðu þér að þú sért á hóteli. Þar er eingöngu að finna hluti sem þú þarft.

Fækkaðu skápunum. Hluti af því að einfalda lífið er að fækka skápum í eldhúsinu ef kostur er. Efri skápar eru yfirleitt óþarfi auk þess sem þeir eru yfirþyrmandi og taka mikið rými.

Skiptu um höldur. Það getur umbreytt eldhúsinu að skipta um höldur.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert