Þrifráðið sem virkar alls ekki

Ljósmynd/Colourbox

Öll höfum við heyrt um undramátt matarsóda og ediks. Svo mikið reyndar að varla er til það heimili sem notar ekki þessi náttúrulegu efni í þrifin reglulega.

Vissuð þið að ef þið blandið þessum tveimur efnum saman þá verða þau gagnslaus? Sýran í edikinu og basinn í matarsódanum núlla hvort annað út (hér liggur fremur einföld efnafræði að baki sem við kunnum samt ekki alveg að útskýra). Það þýðir, gott fólk, að edik+sóda partýinu er formlega lokið. Því miður.

Þið megið samt halda áfram að nota efnin hvort í sínu lagi enda vinna þau kraftaverk – á afar umhvefisvænan hátt.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert