Brjóstasnúðarnir koma í Brauð & Co í dag

Brjóstasnúðarnir þykja eitt mesta sælgæti sem Brauð & Co býður upp á og sala þeirra hefst formlega í dag og stendur yfir í eina viku.

Snúðurinn er seldur í bakaríum Brauðs & Co 3. – 9. maí og mun allur ágóði af sölu hans renna óskertur til styrktarfélagsins Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

„Þetta er fjórða árið í röð sem við tökum þátt í þessu verkefni og það hefur alltaf verið að stækka,“ segir Viðar Brink, markaðsstjóri Brauðs & Co, um verkefnið.

„Okkur þykir alveg ótrúlega vænt um Göngum saman og allt sem þau standa fyrir.  
Það skiptir okkur miklu máli að geta lagt lóð á vogarskálarnar með þessum hætti og við viljum hvetja fólk til að fá sér snúð og leggja málefninu lið með,“ bætir Viðar við en allur ágóði af sölu hans rennur óskiptur til Göngum saman.

Hægt að panta snúð/a í vefverslun og eru fyrirtæki sérstaklega hvött til að leggja þessu málefni lið og kaupa gómsæta snúða í leiðinni fyrir sitt starfsfólk.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is