Eina lífrænt vottaða kaffihús landsins opnar á ný

Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna …
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð er konan á bak við Kaffi Kaju sem er eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Eggert Jóhannesson

Nú horfir allt til betri vegar enda hefur kaffihús Kaju á Akranesi opnað á ný eftir langa lokun. Þetta eru sannarlega góðar fréttir enda er kaffihúsið þekkt fyrir framúrskarandi kökur og veitingar sem í þokkabót er allt lífrænt og ljúffengt.

Í tilefni opnunarinnar voru tveir nýir drykkir settir á seðilinn en um er að ræða tvær nýjar tegundir af frappuccino – annars vegar súkkulaði og hins vegar súkkulaði og heslihnetu.

Afgreiðslutíminn er frá kl. 10-16:30 og frá 12-16 um helgar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert