Te & kaffi gerir mikilvægar breytingar

Nú er allt kaffi frá Te & kaffi á matvörumarkaði í vistvænum og jarðgeranlegum umbúðum sem verða að teljast stórtíðindi. 

Í tilkynningu frá Te & kaffi kemur fram að þetta eigi við um allar umbúðir, hvort sem er baunir, malað kaffi, kaffihylki eða kaffipúðar. „Umbúðirnar eru gerðar úr plöntusterkju og flokkast með lífrænu sorpi þar sem þær brotna hratt niður og enda sem molta eða metan. Sé þess ekki kostur má flokka þær með almennu heimilissorpi.“

UMVERFISVÆN KAFFIBRENNSLA

Jafnframt kemur fram að á næstunni verði kaffibrennsla Tes & kaffis í Hafnarfirði keyrð áfram á metangasi, sem er umhverfisvænn orkugjafi úr lífrænum úrgangi. Gaman sé að segja frá því að umbúðirnar sem fari í lífræna sorpið endi sem metan sem svo knýr framleiðsluna áfram. Því sé Te & kaffi orðið hluti af hringrásarhagkerfinu og haldi ótrautt áfram í átt að grænni framtíð.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is