Steiktu gellurnar hennar Stefaníu

Bergþór Pálsson, Stefanía, Albert og Páll Bergþórsson.
Bergþór Pálsson, Stefanía, Albert og Páll Bergþórsson. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Albert Eiríksson heldur áfram að taka hús á fólki fyrir vestan og hér er hann mættur í mat hjá Stefaníu Birgisdóttur, kaupkonu í Bjarnarbúð í Bolungarvík.

„Stefanía og Olgeir eiginmaður hennar buðu okkur í steiktar gellur. Mikil lifandis ósköp sem steiktar gellur eru góðar,“ segir Albert um gellurnar góðu sem slógu í gegn.

Matarbloggið hans Alberts má nálgast HÉR.

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Steiktar gellur

Veltið gellunum upp úr eggi, síðan upp úr hveiti með sirka 1/4 hluta raspi, grófum pipar, salti, karríi og Best á fiskinn eða öðru góðu kryddi.
Steikið á pönnu upp úr vænni klípu af smjöri með smá olíu í 3-4 mínútur.

Heit sósa: 1/2 laukur látinn mýkjast í smjöri, síðan er hvítlauk og chili bætt við, ég notaði einn heilan hvítlauk og 1/4 chili, stráið karríi yfir og pipar og salti. Loks smá vatn, 1-2 msk. mango chutney, 2 msk. rjómaostur og látið malla. Sigtið.

Stefanía bar einnig chilimæjó fram með gellunum: Hellmann's og sýrður rjómi til helminga, sriracha, 1 tsk. sojasósa og smá tómatsósa.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
Boðið var upp á dýrindissalat með.
Boðið var upp á dýrindissalat með. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is