Svölustu eldhúshöldur síðari ára

Ferm Living var að senda frá sér þessar nýju höldur …
Ferm Living var að senda frá sér þessar nýju höldur sem eru heldur betur lögulegar. Mbl.is/Ferm Living

Stundum þarf ekki meira til en að skipta um höldur á eldhúsinnréttingunni til að hún fái alveg nýtt útlit. Og þessar höldur hér eru ný hönnun sem mun án efa flikka upp á heildarútlitið.

Nýju höldurnar eru hönnun frá Ferm Living og kallast „Curvature“ – og bera þar með nafn með rentu því þær eru kúrfaðar og lögulegar – minna jafnvel á kvenlíkama! Höldurnar eru handmótaðar úr kopar með mattri áferð í gylltu eða svörtu og henta vel í eldhúsið, baðherbergið, á skápana í forstofunni eða jafnvel í svefnherberginu. Þær eru sannarlega skrautmunur á hvaða skúffu eða skáp sem er, en engin tvö handföng eru 100% eins.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Mbl.is/Ferm Living
Mbl.is/Ferm Living
mbl.is