Kjúklingaleggirnir sem slá alls staðar í gegn

Bragðgóðir kjúklingaleggir í marineringu.
Bragðgóðir kjúklingaleggir í marineringu. Mbl.is/ALT

Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingaleggjum sem smakkast ekki síður eftir að hafa kólnað. Því er rétturinn fullkominn til að taka með sem nesti í næsta ferðalag – eða jafnvel gosferð!

Marineraðir kjúklingaleggir í ferðalagið

 • 8-12 kjúklingaleggir
 • Sesamfræ

Marinering

 • 2 stór hvítlauksrif
 • 2 cm fínhakkað engifer
 • 3 msk. fljótandi hunang
 • 4 msk. olía
 • Gróft salt og pipar

Aðferð:

 1. Hrærið hráefnin í marineringuna saman.
 2. Leggið kjúklinginn í marineringuna og látið standa í tvo tíma.
 3. Setjið í eldfast mót og inn í 200°C heitan ofn í 25-30 mínútur, þar til stökkir að utan.
 4. Ristið sesamfræ á pönnu og stráið yfir kjúklinginn.
 5. Pakkið niður og takið með í næsta skógarbað eða útilegu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is