Kvöldverðurinn sem þykir ómótstæðilegur

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef þið hafið ekki smakkað falafel bollur þá eruð þið heldur betur að missa af því ef það er eitthvað sem þessi þjóð elskar þá eru það góðar bollur og þessum mælum við heilshugar með. Hér eru þær notaðar á ansi skemmtilegan hátt og má segja að hér sé verið að blanda saman tveim ofurstjörnum í íslenskri hversdagsmatargerð: kjötbollum og mexíkóskum mat. 

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld en hún notar míní vefjur, ferskt grænmeti og síðast en ekki síst einstaklega bragðgóða sósu sem skiptir miklu máli. 

Útkoman er síðan réttur sem tekur enga stund að búa til og er algjör snilldarkvöldverður svo ekki sé meira sagt!

Falafel vefjur

Fyrir um 4 manns

 • 1 pakki  tilbúnar Falafel bollur (um 18 stykki)
 • Old El Paso Mexicana Street Market mini vefjur (um 12 stykki)
 • Hummus
 • Kínakál
 • Kirsuberjatómatar
 • Rauðlaukur
 • Agúrka
 • Hellmann‘s Hummus Style streetfood majónes

Aðferð:

 1. Hitið falafel bollurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og skerið þær síðan í tvo hluta.
 2. Steikið vefjurnar á pönnu og skerið niður grænmetið.
 3. Smyrjið vænu lagi af hummus í hverja vefju, raðið næst grænmetinu og bollum.
 4. Að lokum má setja vel af Hummus majónesi yfir allt saman.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is