Klístraðir karamellu-kókos-smákökubitar

Ljósmynd/Linda Ben

Haldið ykkur fast kæru vinir því hér gefur að líta köku sem flokkast sem svívirðileg! Við erum að tala um alvöru klísturköku úr smiðju Lindu Ben sem bragðast hreint dásamlega.

Karamellu-kókos-smákökubitar

 • 170 g púðursykur
 • 150 g smjör
 • 2 egg
 • 200 g hveiti
 • 100 g haframjöl
 • 100 g kókosflögur
 • 1/2 tsk. salt
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 2 msk. mjólk
 • 300 g rjómakúlur frá Nóa-Síríusi

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið 170°C og undir- og yfirhita.
 2. Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggjunum út í, einu í einu.
 3. Setjið hveiti, haframjöl, kókosflögur, salt og lyftiduft út í skálina og hrærið saman við.
 4. Bætið mjólkinni saman við og hrærið.
 5. Setjið rjómakúlurnar út í og blandið þeim saman við.
 6. Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða álíka stórt form) og pressið deigið ofan í formið. Bakið í 25-30 mín.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is