Breytti nágrannanum í tilraunadýr

Nigella Lawson.
Nigella Lawson.

Ást okkar á Nigellu Lawson á sér lítil takmörk en eins og við höfum áður sagt frá gaf hún á dögunum út bókina Cook, eat, repeat sem hefur slegið í gegn og þykir nokkurs konar heimsfaraldurs-mantra og einkar viðeigandi þar sem líf ansi margra hefur snúist um fátt annað en að elda, borða og endurtaka leikinn.

Í viðtali við Vogue segir Lawson að hún hafi verið byrjuð á bókinni áður en heimsfaraldurinn skall á en þetta hafi alltaf verið hennar mynstur. Hún elski mat og eldi nánast alltaf. Stóri munurinn hins vegar sem birtist í þessari bók er að hún er ekki lengur að elda fyrir veislur og matarboð heldur sjálfa sig. Uppskriftirnar taka mið af því og eru oftar en ekki fyrir einn.

Lawson segist hafa verið innilokuð að elda og smakkarinn hennar hafi verið nágranninn sem fékk nýja rétti til að prófa í sífellu.

Nágranni þessi er ónafngreindur en gárungarnir hafa vakið athygli á því að þessi manneskja sé afskaplega heppin enda ekki amalegt að hafa einkakokk í heimsfaraldri.

mbl.is