Styðja við björgunarsveitirnar með skemmtilegum hætti

Mjólkursamsalan hefur til margra ára nýtt mjólkurfernurnar til að koma á framfæri ýmsum jákvæðum skilaboðum og ber þar hæst íslenskuátak þar sem markmiðið hefur verið að vekja athygli á íslenskri tungu á jákvæðan, léttan og skemmtilegan hátt.

Í tilefni þess að Mjólkursamsalan er nú einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ein hlið á mjólkurfernum MS nú tileinkuð Landsbjörg.

Næstu tvo mánuði eða svo mun ein hlið á mjólkurfernum MS skarta myndum og textum um mikilvægi björgunarsveitanna og er það markmið okkar að hvetja bæði starfsfólk MS og aðra landsmenn til að gerast Bakverðir björgunarsveitanna enda starf þeirra gríðarlega mikilvægt í íslensku samfélagi; einstakt og nauðsynlegt,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. Með þessum stuðningi og sýnileika vill MS vekja athygli á því frábæra starfi sem björgunarsveitir vinna um allt land og um leið minna á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag enda ekki sjálfgefið að 5.500 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna séu til taks allan ársins hring um land allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert