Okkur hefur alveg mistekist að þrífa hér

mbl.is/Shutterstock

Við erum alls ekki hér til að dæma, enda höfum við ekki farið út í þessi þrif sjálf hér á matarvefnum. En það gefur augaleið að ryksuguslangan er haugaskítug og meira en það. Hér sýnum við ykkur hvernig þrífa má slönguna á áhrifaríkan hátt og þú munt horfa öðrum augum á vélina þína eftir þetta.

Svona þrífur þú ryksuguslönguna

  • Gakktu úr skugga um að ryksugan sé ekki í sambandi.
  • Losaðu slönguna af.
  • Notaðu sturtuna til að sprauta vatni inn í slönguna og ef þú átt langan bursta eða álíka til að stinga inn í og losa um óhreinindin, þá skaltu gera það.
  • Látið liggja í heitu vatni í baðkari eða bala í 30 mínútur.
  • Skolið aftur í sturtunni.
  • Láttu alveg þorna áður en þú festir aftur á ryksuguna.
Hér má sjá skítugt vatnið eftir þrif á slöngunni.
Hér má sjá skítugt vatnið eftir þrif á slöngunni. Mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert