Vikumatseðill Gurrýjar kemur okkur í form

Gurrý, þjálfari í Yama-heilsurækt, velur vikumatseðilinn að þessu sinni.
Gurrý, þjálfari í Yama-heilsurækt, velur vikumatseðilinn að þessu sinni. Mbl.is/aðsend

Vikumatseðillinn að þessu sinni er í boði Guðríðar Torfadóttur, eða Gurrýjar eins og hún oftast er kölluð. Gurrý hefur komið mörgum landanum í sitt besta form, og þjálfar í Yama-heilsurækt – einni af betri stöðvum landsins.

„Eftir furðulegan vetur erum við þjálfarar Yama með eitt markmið, það er að koma fólki í topp form í sumar, og ég myndi segja að núna væri frábær tími til að byrja æfa og fara í góðu formi inn í næsta vetur. Sumir eru búnir að vera duglegir en aðrir hafa misst taktinn sem er skiljanlegt, en ég hvet fólk til að fara sem fyrst af stað eða um leið og tíminn er réttur – sem er jú misjafnt hjá fólki. Persónulega hlakkar mér líka mjög mikið að halda áfram að þjálfa ungmenni á aldrinum 16-20 ára en nýtt námskeið og byrjar 17. maí,“ segir Gurrý.

Í sumar ætlar Gurrý að njóta þess að vera til, fara í fjallgöngur, skemmta sér með góðum vinum, þjálfa fólkið sitt í Yama og borða góðan mat. „Ég kýs einfalda rétti sem þarf ekki of mikinn tíma til að græja – smoothie, salat, chia-grautar og nachos eru alltaf í uppáhaldi og sunnudagslærið hefur verið hefð í mörg ár hjá fjölskyldunni,“ segir Gurrý að lokum.

Mánudagur:

Þriðjudagur:

Miðvikudagur:

Fimmtudagur:

Föstudagur:

Laugardagur:

Sunnudagur:

Mbl.is/aðsend
mbl.is