Nýtt nammi frá Nóa Síríus frumsýnt

Um er að ræða glænýja bita sem kallast Tromp Hvellur og kemur í tveimur bragðtegunum. Tromp Hvellur annars vegar og Tromp Hvellur með bananabragði hins vegar.

Grunnurinn er hið sívinsæla Trompsúkkulaði sem búið er að hjúpa með krispí súkkulaði og söltum lakkrís auk Tromp- eða bananafyllingar.

Að sögn heimilda mbl er nýja nammið væntanlegt í verslanir á morgun, miðvikudaginn 12. maí, og má fastlega búast við að ýmsir geri sér ferð út í búð til að bragða á góðgætinu sem vafalaust á eftir að falla í kramið hjá landsmönnum.

mbl.is