Sjúklega smart kokteilbar

Kumiko er smart kokteilbar í Chicago.
Kumiko er smart kokteilbar í Chicago. Mbl.is/Jonas Jacob Svensson

Við erum handviss um það að matur og drykkur smakkist örlítið betur í fallegu umhverfi. Komið með okkur í heimsókn til Chicago, á sjúklega smart kokteilbar.

Kumiko er heitið á þessum flotta veitingastað og kokteilbar sem þú finnur í West Loop hverfinu í Chicago. En staðurinn iðar af glæsileika og ástríðu sem skilar sér ótvírætt í matseðlinum, undir handleiðslu Juliu Momose og yfirkokksins Noah Sandoval. Bláir og svartir litatónar í bland við ljósan við, er afgerandi á staðnum og gefa einstaka hlýju þar sem staðurinn ómar af kósíheitum.

Smart stólar frá Muuto.
Smart stólar frá Muuto. Mbl.is/Jonas Jacob Svensson
Nýstárlegur bar, þar sem kokteilarnir eru ekki af verri endanum.
Nýstárlegur bar, þar sem kokteilarnir eru ekki af verri endanum. Mbl.is/Jonas Jacob Svensson
Mbl.is/Jonas Jacob Svensson
Mbl.is/Jonas Jacob Svensson
Meira segja baðherbergið er töff!
Meira segja baðherbergið er töff! Mbl.is/Jonas Jacob Svensson
mbl.is