Fabrikkan kynnir nýjan goðsagnakenndan hamborgara

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar nýr hamborgari er kynntur til sögunnar á Fabrikkunni. Að þessu sinni er það goðsögnin Sara Björk sem fær sinn eigin borgara sem hannaður var nákvæmlega eftir hennar höfði og úrfærður af Eyþróri Rúnarssyni, meistarakokki með meiru.

Um er að ræða einstaklega metnaðarfullan borgara sem leggur mikið upp úr gæðum og fara hráefnin ekkert of langt út fyrir rammann. Sumsé 100% öruggur en samt skemmtilega öðruvísi.

Borgarinn er 130 g úr hágæðaungnautakjöti í dúnmjúku brauði. Með steiktum sveppum, avókadó, pikkluðum rauðlauk, djúpsteiktu grænkáli, tómötum, káli, osti og Sörusósu. Sörusósan er svo gerð úr döðlum, hvítlauk, chili og majónesi).

Að auki er hægt að fá Sörur og Sörusjeik sem er skemmtileg nálgun hjá Fabrikkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert