Hönnunarklassík í fjórtán nýjum litum

Nýir litir í vinsælasta bakkaborði síðari ára.
Nýir litir í vinsælasta bakkaborði síðari ára. Mbl.is/© Michael Rygaard

Gömul hönnunarklassík er nú fáanleg í nútímalegri litapallettu – eða í fjórtán nýjum litum.

Það er danski arkitektinn Hans Bølling, sem hannaði hið tímalausa bakkaborð árið 1963. Upprunalega var borðið, sem framleitt er á smíðaverkstæði Brdr. Krüger, fáanlegt með rauðum og svörtum bökkum. En síðan þá hafa fleiri litir komið á markað og enn á ný bætast litir við í safnið. Og nú er borðið fáanlegt í fjórtán nýjum litum sem eru sérvaldir í samráði við hinn 89 ára gamla Hans Bølling.

Nýju litunum er skipt upp á sjö mismunandi bakka, þar sem allir bakkar eru með einn lit á hvorri hlið. Litirnir passa vel við náttúrulega tóna úr viðnum, og skapa mjúkar andstæður. Einfalt og tímalaust borð með virkni að leiðarljósi, þar sem notandinn ræður ferðinni í litavali – þá bæði í bökkum og viði, því þú getur valið um eikarborð, reykta eik, hnotu, beyki eða svartlakkað.

Sígild hönnun Hans Bølling frá árinu 1963.
Sígild hönnun Hans Bølling frá árinu 1963. Mbl.is/© Michael Rygaard
Mbl.is/© Michael Rygaard
Mbl.is/© Michael Rygaard
Mbl.is/© Michael Rygaard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert