Algeng mistök í svefnherberginu

Góður nætursvefn er mikils virði.
Góður nætursvefn er mikils virði. Mbl.is/©Ellos

Flest viljum við að svefnherbergið sé hreint og snyrtilegt – enda er góður nætursvefn það allra mikilvægasta fyrir heilsuna. Og hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga til að sofa betur, því flest okkar gerum „mistök” þegar að þessu kemur.

Hitastig
Samkvæmt rannsóknum á svefnherbergið að vera aðeins svalara en önnur rými heimilisins, eða í kringum 18-21 gráður.

Ryk
Það er mikilvægt að þrífa ryk bak og burt í það minnsta einu sinni í viku. En það er ekki nóg að taka það sem safnast saman í hornunum, því ógrynni af ryki felur sig undir rúminu. Því skaltu geyma allt í lokuðum kössum ef þú notar plássið undir rúminu fyrir geymslu.

Ilmur
Margir tengja ilmvatn saman við hreinleika, en þetta tvennt tengist engum böndum og sérstaklega ekki í svefnherberginu. Reyndu að forðast öll ilmefni í svefnherberginu og þá að það líka við um hreinsivörur – þú vilt ekki sofa innan um sterkan angan frá Ajax brúsanum.

Kósíheit
Það er kósí að vera með kertaljós og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. En kerti geta gefið frá sér skaðlegar agnir sem valda óþægindum og ertingu í öndunarfærum ásamt höfuðverk. Notaðu frekar LED kertaljós sem gefa ekki frá sér sót eða lampa sem gefur frá sér notalega lýsingu.

Rúmgaflinn
Rétt eins og koddarnir okkar, þá gleypir rúmgaflinn allan svitann, óhreinindi og fitu sem kemur frá hári og andliti. Við megum því ekki gleyma að þrífa gaflinn eins og að skipta um rúmföt – gaflinn er ekki bara til skrauts.

Búa um rúmið
Rykmaurar lifa vel í hlýju og röku umhverfi, þar sem rúmið er kærkominn bústaður – sérstaklega ef hitinn og rakinn fær að haldast undir sængum og rúmteppum yfir daginn. Forðastu því að búa um rúmið á morgnanna og loftaðu vel á meðan þú hristir sængur og kodda.

Plöntur
Við elskum grænblöðunga og þá líka í svefnherberginu. Í raun geta plöntur hjálpað til við að bæta nætursvefn og loftslagið innandyra – og þá geta líka of margar plöntur verið skaðlegar í svefnherberginu. Plöntur skilja frá sér mikinn raka á nóttunni, rétt eins og við mannfólkið – og það er aldrei gott að sofa í of röku rými. Veldu því fáar en fallegar plöntur til að skreyta svefnherbergið þitt með.

mbl.is