Endurheimti heilsuna með því að breyta mataræðinu

Mark Sisson trúir á mátt mataræðisins.
Mark Sisson trúir á mátt mataræðisins.

Fyrrum afreksíþróttamaðurinn og frumkvöðullinn Mark Sisson er í dag áhrifamikill talsmaður holls mataræðis og hvernig við getum nýtt fæðuna til að ná fram því besta úr líkamanum.

Sjálfur hafði Sisson misst heilsuna í kjölfar ofþjálfunar og bólgumyndandi mataræðis. Hann hefur lýst því í viðtölum að þegar hann fann lífsviljann smátt og smátt fjara út hafi hann tekið þá ákvörðun að umbreyta lífi sínu og finna leið til þess að endurheimta heilsuna. Hann ákvað jafnframt að það skyldi hann gera með mataræðinu.

Eftir umfangsmiklar rannsóknir og tilraunir á mataræðinu sínu, endurheimti Mark heilsuna og lífsviljann. Hann vissi að hann gæti hjálpað öðrum að öðlast sama kraft og það væri köllun hans í lífinu. Hann byrjaði að blogga árið 2006 á heimasíðu sinni, Mark‘s Daily Apple og í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Hann gaf út bækurnar The Primal Blueprint og Primal Endurance sem báðar urðu metsölubækur sem gefnar voru út um allan heim. Síðasta bókin hans The Keto Reset Diet kom út árið 2017 og sló rækilega í gegn líkt þær fyrri.

Á síðustu árum hefur Sasson fært út kvíarnar og látið drauminn um að framleiða eigin matarvörulínu rætast. Hann stofnaði Primal Kitchen árið 2015 en vörurnar eru unnar úr hágæða innihaldsefnum úr alvöru mat. Þær innihalda að mestu leiti holla fitu (úr avacado og ólífuolíu), prótein úr kollageni, eggjum, hnetum og fræjum.

Mark hefur sjálfur orðið vitni af því að fólk borði að mestu hollan og hreinan mat en rugli svo öllu upp með óhollum sósum og dressingum. Það er þess vegna sem Primal Kitchen býður upp á fjölbreytt úrval af ýmiskonar spennandi sósum, alfredo pastasósan er til dæmis ein vinsælasta varan, sem og bbq-og tómatsósurnar. Collagen drykkjarlínan er þó líklegast það sem Primal Kitchen er hvað þekktast fyrir en hún kemur í fjölmörgum bragðtegundum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Primal Kitchen vörurnar innihalda engan viðbættan sykur, transfitu, repjuolíu og engin tilbúin bragð, -litar eða rotvarnarefni. Þetta er ekkert nema hreinn, alvöru matur. Þessar frábæru vörur eru loksins fáanlegar á Íslandi, en þær fóru í sölu í Hagkaup á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert