Sagógrjón duttu aldrei úr tísku

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Sagógrjón eru herramannsmatur og flestir kannast sjálfsagt við sagógraut sem minnir um margt á hefðbundinn grjónagraut. Hér er hins vegar á ferðinni eftirréttur úr sagógrjónum sem er sérlega spennandi. Hann kemur úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is sem veit nú alltaf hvað hún syngur í matargerð.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Sagódesert með mangó

Sagógrautur

  • 150 g Til hamingju-sagógrjón
  • 250 ml vatn
  • 500 ml kókosrjómi
  • 100 g sykur

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema sykri saman í pott og leyfið að standa í um 30 mínútur áður en þið kveikið undir.
  2. Hitið næst að suðu, lækkið hitann vel og leyfið að malla í 5-10 mínútur og hrærið mjög reglulega í allan tímann.
  3. Þið getið smakkað grjónin til en þau eru tilbúin þegar þau eru orðin glær á litinn.
  4. Þá má taka grautinn af hellunni og hræra sykrinum saman við.
  5. Skiptið niður í 6-8 glös og kælið.

Mangótoppur

  • 1 stórt þroskað mangó
  • hlynsíróp
  • kókosflögur
  • mynta (til skrauts)

Aðferð:

  1. Skerið mangó í litla bita og skiptið á milli glasanna.
  2. Sprautið um einni matskeið af sírópi yfir og stráið loks kókosflögum og skreytið með myntu.

Af Vísindavefnum

Sagógrjón voru fyrst flutt til Vesturlanda í byrjun 18. aldar og þóttu þá mesta ljúfmeti. Íslendingar kynntust þeim fyrst líklega um eða eftir eftir miðja 18. öld. Árið 1784 voru sagógrjón flutt til sjö hafna á landinu: Vestmannaeyja, Hafnarfjarðar, Stapa, Grundarfjarðar, Flateyjar, Patreksfjarðar og Eyjafjarðar. Á þessum tíma voru sagógrjón munaðarvara, þau voru til að mynda átta sinnum dýrari en hveiti sem var þó alls enginn almúgamatur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert