Opna alvöru djassbúllu við Austurvöll í júní

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Mikið fjör er í veitingabransanum hér á landi og margir nýir staðir í burðarliðunum. Það er ekki síst að þakka lækkuðu leiguverði en há leiga gerði það að verkum að rekstrarumhverfi staðanna var afar bágborið.

Jón Mýrdal Harðarson er einn þeirra sem hyggja á opnun nýs staðar en það verður kaffihús á daginn og djassbúlla á kvöldin. Staðurinn hefur hlotið hið skemmtilega nafn Skuggabaldur og verður til húsa í Pósthússtrætinu milli Apóteksins og Borgarinnar.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason verður Jóni innan handar í rekstrinum og mun meðal annars sjá um að bóka tónlistarfólk fyrir staðinn og sjá til þess að aldrei verði lognmolla.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert