Súper partí-nachos fyrir kvöldið

Ljósmynd/Gott í matinn

Það er fyrsti í Júróvisjón í dag og því ekki seinna vænna að græja góðar veitingar fyrir kvöldið. Hér erum við með hið fullkomna snakk sem hægt er að kalla kvöldmat ef maður er grjótharður.

Súper partí-nachos

Heimalagað salsa:

  • 4 stk. tómatar
  • 1 stk. skalottulaukur
  • 1 búnt af steinselju
  • 1 sítróna (rifinn börkur og safi)
  • 1 tsk. salt (1-2 tsk.)
  • 50 ml ólífuolía

Heimalagað guacamole:

  • 4 stk. avókadó (vel þroskuð)
  • 1 stk. límóna (rifinn börkur og safi)
  • 1 tsk. salt (1-2 tsk.)

Samsetning:

  1. 1 poki nachosflögur
  2. heimalagað salsa
  3. heimalagað guacamole
  4. gratínostur frá Gott í matinn
  5. sýrður rjómi frá Gott í matinn
  6. vorlaukur
  7. jalapeno
  8. rautt chili
  9. heimalagað salsa
  10. Skerið tómata í litla teninga, fínsaxið skalottulauk og steinselju.
  11. Rífið sítrónu og kreistið safann úr.
  12. Blandið öllu saman við og smakkið til með salti.
  13. Heimalagað guacamole.
  14. Setjið avókadóin í skál þegar búið er að hreinsa þau, rífið börkinn af límónunni og kreistið safann út í, stappið saman með gaffli eða vinnið saman í matvinnsluvél.
  15. Smakkið til með salti.

Samsetning

  1. Setjið flögurnar í stórt eldfast mót, stráið rifna ostinum vel yfir, setjið mótið í 180°C heitan ofn og bakið í 10 mín.
  2. Eftir það setjið þið bæði salsa og guacamole yfir flögurnar, því næst er sýrður rjómi settur ofan á og í lokin stráum við vorlauk, jalapeno og chili yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert