Kjötið sem seldist upp á nokkrum klukkutímum

Ljósmynd/Danish Crown

Það heyrði til tíðinda þegar greint var frá því í mars að í skamman tíma yrði hægt að fá lúxussteikur frá einum virtasta kjötframleiðanda Evrópu hér á landi. Skemmst er frá að segja að kjötið sem átti að endast í eina tíu daga kláraðist á nokkrum klukkutímum.

Í kjölfar þessarar vel heppnuðu tilraunar hefur Hagkaup ákveðið að bjóða upp á kjötið og nú verður hægt að fá rib-eye, New York strip, nautalundarsteikur, T-bone og 450 g kálfasteik.

Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, má búast við mikilli stemningu í verslunum Hagkaups um helgina.

„Við héldum danska daga í mars og gerðum þar tilraun með að flytja inn ferskt nautakjöt frá einum virtasta kjötframleiðanda Evrópu sem heitir Danish Crown. Það er ekki langt síðan leyfilegt var að flytja inn ferskt kjöt og því vorum við spennt að sjá viðbrögðin. Það er skemmst frá því að segja að magnið sem duga átti í 10 daga seldist upp á nokkrum klukkutímum. Ég hef ekki orðið vitni að öðru eins. Spenningurinn var gríðarlegur og viðbrögðin við gæðum kjötsins létu ekki á sér standa. Viðskiptavinirnir voru í skýjunum yfir þeim. Það er því ljóst að það verður aftur hamagangur í verslunum um helgina,“ segir Sigurður en fram undan er fyrsta stóra helgi sumarsins með Eurovision í broddi fylkingar þannig að fastlega má búast við mikilli grillstemningu um allt land. 

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Danish Crown
Ljósmynd/Danish Crown
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert