Selur súrdeigsbrauð sem innihalda meira prótein og minna glútein

Ljósmynd/Aðsend

Það er alltaf spennandi að fylgjast með því hvað frumkvöðullinn Karen Jónsdóttir, eða Kaja eins og hún er oftast kölluð, er að vinna í og þróa. Kaja hefur verið leiðandi í lífrænu byltingunni og nú hefur enn ein hágæðavaran bæst í vöruflóruna og er það súrdeigsbrauð.

Um er að ræða hágæða súrdeigsbrauð sem bökuð eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum, og eru seld á Kaffi Kaju á Akranesi. Hægt er að kaupa heilan brauðhleif og taka með enda fyrirtaks verslun á svæðinu.

Í brauðin er notað þýskt eðal hveiti frá Emmer og Einkorn sem eru með elstu hveititegundum veraldar og hafa verið lítið kynbættar. Þetta hveiti er með sérstaklega hátt prótein hlutfall en er samt lágt í glúteini.

mbl.is