Má sleppa morgunmatnum?

Smoothie er fullkominn morgunverður.
Smoothie er fullkominn morgunverður. mbl.is/

Ert þú þeirrar skoðunar að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins? Það eru ekki allir sammála hvað þetta varðar – en það virðist vera í góðu lagi að hoppa yfir fyrstu máltíð dagsins.

Við höfum fylgt þeirri ágætu reglu að borða morgunmat, en vísindamaðurinn Bente Klarlund trúir ekki að morgunmatur sé mikilvægur fyrir heilsuna. Hún segir að ef þú elskir morgunmat skulirðu fá þér að borða. En ef þú finnur ekki fyrir hungri skaltu sleppa því að borða  því það er hvorki hollt né óhollt að sleppa morgunmat. Bente trúir því að maður eigi ekki að borða ef maður er ekki svangur, því slíkt geti leitt til að borða meira en ella af öðrum mat. Mundu bara að gera það sem hentar þér; borða morgunmat, fara í hlaupatúr eða sofa lengur – líkaminn ræður.

Ef maginn kallar á morgunmat eru hér nokkrar tillögur að góðri máltið til að starta deginum.

mbl.is