Stórbrotið sveitaeldhús Milu Kunis og Ashtons Kutchers

Í nýjasta tölublaði Architectual Digest eru leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher á forsíðunni á nýuppgerðu sveitabýli sínu.

Eldhúsið – og reyndar húsið allt – er algjörlega tryllt en um hönnun þess sáu Howard Backen og Vicky Charles. Hér leikur lofthæðin lykilhlutverk en eldhúsið er frá deVOL í Bretlandi, sem við höfum verið dugleg að fjalla um hér á Matarvefnum.

Umfjöllun AD má nálgast HÉR.

mbl.is