Þrista-vöfflur sem ættu að vera kolólöglegar

Ljósmynd/Hanna

Hér erum við með uppskrift úr smiðju keramikdrottningarinnar Hönnu sem heldur úti matarblogginu Hanna.is. Hún setur þrista út í deigið sem ætti að vera kolólöglegt því það er svo gott!!!

Belgískar vöfflur fyrir lakkrísfólkið

Hér kemur ein súperauðveld og fljótleg vöffluuppskrift. Hér er bara nóg að bera fram þeyttan rjóma eða ís með og svo spillir góður kaffisopi ekki fyrir.

 • 300 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 150 g þristar eða snjóboltar frá Kólus – smátt skorið
 • ¼ tsk. hjartarsalt
 • 4 dl mjólk
 • 1 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 80 g smjör – brætt

 Aðferð:

 • Öllu hráefni blandað saman – hrært vel
 • Gott að láta deigið standa aðeins á meðan vöfflujárnið er að hitna
 • Bakað – ágætt að smyrja járnið aðeins með smjöri eða olíu. Vöfflurnar verða stökkar og fínar ef þær bíða á grind eftir bakstur

Borið fram með

Þeyttum rjóma eða ís

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Hanna
mbl.is