Trylltasta eldhúshönnun allra tíma

Þetta eldhús er með því flottara sem fyrirfinnst.
Þetta eldhús er með því flottara sem fyrirfinnst. Mbl.is/BoBedre_© Mads Mogensen

Þegar hönnun heimilisins er fullkomnuð á einum stað, í eldhúsinu – þá lítur það nokkurn veginn svona út. Hér er trylltasta eldhúshönnun síðari ára, heima hjá eigendum eldhúsfyrirtækisins Multiform Copenhagen.

Við rákumst á þetta forkunnarfagra eldhús hjá stórtímaritinu Bo Bedre, þar sem þau heimsækja Lene Halse – eiganda og yfirhönnuð Multiform. Hún segir mestu verðmæti lífsins vera tengd heimilinu þar sem rými er fyrir gæðastundir með fjölskyldunni. Hún býr ásamt eiginmanni, tveimur stórum börnum og þremur hundum í nýuppgerðu 480 fermetra húsi í Charlottenlund, þar sem ekkert er til sparað. Eldhúsið er eins og kórónan í höllinni – svo glæst er það!

Þegar gengið er inn í eldhúsið er áberandi messing-eyja sem fangar augað, umkringd svörtum innréttingum og veggjum. Eyjan er nánast eins og fjarsjóðskista í rýminu sem glitrar á, en hún er ekki nema 4,20 metrar á lengd og 1,2 metrar á breidd – rétt eins og eldhúsi sem þessu sæmir. Hér má finna tvo vaska og þrjár uppþvottavélar. Eins er auka rými með búraðstöðu, og þar má einnig finna auka eldhús með stórum vaski, ofni, tveimur ísskápum og öllum tilheyrandi rafmagnstækjum sem nútímaeldhús hefur að geyma. Upplagt fyrir kokka sem mæta til að matreiða fyrir stórar veislur og samkomur á heimilinu. Ef eldhús gæti fengið höfundarrétt, þá væri það klárlega þetta hér, því þetta er með því glæsilegra sem við höfum augum litið.

Aðkoman að eldhúsrýminu er guðdómleg og eyjan er án efa …
Aðkoman að eldhúsrýminu er guðdómleg og eyjan er án efa miðpunkturinn í eldhúsinu. Mbl.is/BoBedre_© Mads Mogensen
Mbl.is/BoBedre_© Mads Mogensen
Borðstofan er heldur ekki af verri endanum.
Borðstofan er heldur ekki af verri endanum. Mbl.is/BoBedre_© Mads Mogensen
mbl.is