Nýr íslenskur gæðaostur kominn á markað

Kominn er á markað nýr Goðdalaostur sem á eftir að valda usla ef við þekkjum neytendur rétt. Um er að ræða fjórða ostinn í vörulínunni sem hlotið hefur sæmdarheitið Feykir 24+.

Osturinn hefur fengið að þroskast í 24 mánuði eða lengur sem gerir hann stökkan, saltan og sætan og um leið bragðmeiri en fyrirrennara sinn Feyki. Ostakristallar eru einkennandi í Feyki 24+ og drjúgur þroskunartími gefur honum einstaka áferð, gott bit og ómótstæðilegt bragð.

Feykir 24+ er til í takmörkuðu magni og verður fyrst um sinn seldur í sérvöldum verslunum: Sælkerabúðinni Bitruhálsi, Fjarðarkaupum, Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Furuvöllum og Skeifunni, Nettó Krossmóum og Húsavík, Bakaríinu við brúna Akureyri, Kjörbúðinni Blönduósi og Kaupfélagi Skagfirðinga.

mbl.is