Staðurinn þar sem flesta sýkla er að finna

mbl.is/Shutterstock

Þú hélst kannski að það væri hurðarhúnninn eða síminn þinn en það er hreint ekki rétt.

Hið rétta er að skelfilegasta sýklastía heimilisins er oftar en ekki takkinn til að sturta niður. Flestir sturta nefnilega niður áður en þeir hafa þvegið sér um hendurnar og þessi takki (eða upptogsbúnaður) er sjaldan þrifinn á flestum heimilum.

Hafðu þetta í huga næst þegar þú þrífur heimilið og úðaðu vel á takkann næst þegar þú þrífur klósettið  það er vel þess virði.

mbl.is