Opna matarvagn á Spáni

Fjölskyldan við matarvagninn DOMO.
Fjölskyldan við matarvagninn DOMO. Ljósmynd/Bryndís Þóra Jónsdóttir

Íslenska parið Kristján Bender og Inga Sörensdóttir opnaði matarvagninn Domo Bistro & Grill 1. maí síðastliðinn í Alicante-héraði á Spáni og bjóða gestum meðal annars upp á hamborgara, íslenskan fisk og bakkelsi. „Þetta hefur verið stórkostlegt, við höfum haft opið í tvær vikur og við höldum varla í við að anna eftirspurn. Við erum búin að þurfa að loka þrisvar vegna þess að allt seldist upp,“ segja þau um viðbrögðin.

Að sögn eru bæði heimamenn og Norðurlandabúar mjög ánægðir með vagninn. Einnig hafa Íslendingar búsettir á Spáni fjölmennt á staðinn.

Inga hefur starfað við veitingar á einn eða annan hátt síðan hún var 15 ára og Kristján hefur unnið víða samhliða kokkanámi, þar á meðal á Michelin-veitingastaðnum Dill.

Árið 2017 flutti Inga til Spánar með móður sinni. Kristján varð hins vegar eftir á Íslandi og opnaði pop-up-staðinn Möns í Mathöll Granda. Tveimur árum seinna fór hann til mæðginanna í jólafrí og ílengdist. „Þá sáum við vagninn til sölu á Facebook. Það var bara eitthvað sem small og við fjárfestum í honum. Viku síðar skall á viðvörunarástand hér á Spáni og öllu var harðlokað. Vagninn var þá staðsettur í öðrum bæ og gátum við ekki snert, heimsótt né hreyft hann í fjóra mánuði.“

Kristján og Inga dóu ekki ráðalaus og ákváðu að byrja að baka íslenskt bakkelsi fyrir aðra Íslendinga sem voru búsettir á Spáni. „Úr varð að við bjuggum til Domo-bakkelsi þar sem við og aðrir Íslendingar sem sumir gátu ekki ferðast heim fengu heimþrá.“ hans@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert