Sokkatrixið sem er að gera allt vitlaust á TikTok

Skrautlegir sokkar koma skapinu í lag!
Skrautlegir sokkar koma skapinu í lag! Mbl.is/Happy socks

Hver kannast ekki við að brjóta saman sokka og þeir fljóta misjafnlega um í skúffunum? Við elskum öll húsráð sem hjálpa okkur að spara pláss og tíma  og þetta er eitt af þeim.

Kona nokkur á TikTok, Carolina Mccauley, er með 1,2 milljónir fylgjenda en hún deilir húsráðum sem aldrei fyrr við góðar undirtektir. Hér sýnir hún okkur hvernig best sé að brjóta saman sokka til að minnka plássið í skúffunum fyrir utan hversu snyrtilega þær munu líta út. Hún byrjar á að leggja sokkaparið saman og rúllar því svo upp og heldur því saman með því að leggja annað sokkaopið yfir parið (myndbandið hér fyrir neðan útskýrir þetta enn frekar). En þetta erum við svo sannarlega að fara að prófa.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is