Gísli Matthías sendir frá sér sína fyrstu bók

Gísli Matthías ásamt foreldrum sínum og systur sem hann rekur …
Gísli Matthías ásamt foreldrum sínum og systur sem hann rekur Slippinn með.

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson sendir frá sér sína fyrstu matreiðslubók í haust en þá kemur bókin SLIPPURINN: recipes and stories út en það er er enginn annar en hinn heimsþekkti útgefandi Phaidon sem gefur út.

Þetta er fyrsta bók Gísla Matthíasar sem starfar sem yfirmatreiðslumeistari á Slippnum í Vestmannaeyjum en hann rekur staðinn ásamt Katrínu Gísladóttur, Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur.

Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði Slippsins sem hefur verið starfræktur í tíu ár og innihalda yfir 100 uppskriftir þar sem notast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hráefni.

Nicholas Gill skrifar bókina með Gísla og farið er vel yfir matarkistu Vestmannaeyja auk sagna frá veitingastaðnum. Bókin er vel myndskreytt með glæsilegum ljósmyndum frá Karl Petersson sem sá um matarljósmyndun og Gunnari Frey Gunnarsyni sem sá um landslagsmyndir. Einnig eru handteiknaðar myndir frá Renata Feizaka listakonu og gamlar ljósmyndir frá Sigurgeiri Jónassyni frá Vestmannaeyjum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert