Glæsilegt Finnsson Bistro opnar í Kringlunni

Finnsson fjölskyldan: Óskar, María, Klara og Finnur.
Finnsson fjölskyldan: Óskar, María, Klara og Finnur. Kristinn Magnússon

Staðurinn býður upp á spennandi en um leið tilgerðarlausan mat sem hefur runnið vel niður hjá gestunum.Um er að ræða mikla byltingu fyrir gesti Kringlunnar en hingað til hefur sambærilegan stað vantað. Finnsson Bistro hentar vel fyrir fjölskyldur og fínni hópa, og er í raun, eins og Óskar bendir á, tveir veitingastaðir. Annars vegar er það Finnsson Bistro á daginn þar sem opið er yfir í Kringlu og leikur staðurinn þá veigamikið hlutverk í öllu umhverfinu. Á kvöldin er staðurinn hins vegar stúkaður af með tjöldum og engu líkara en gengið sé inn í aðra veröld. Rúsínan í pylsuendanum er svo hinn rómaði búbbluskáli en þar er eins og maður sé sestur úti í erlendri stórborg þar sem sólin skín og hitinn leikur við gesti. Óskar er þó ekki einn í brúnni því í reynd eru það börnin hans, Klara og Finnur, sem halda um stjórnartaumana og fara vel með það enda bæði þaulvön og bókstaflega alin upp í veitingabransanum.

Með í för eru svo Óskar og eiginkona hans, María Hjaltadóttir. Fjölskyldan bjó lengi erlendis og notaði þá eftirnafnið Finnsson eins og tíðkast víða erlendis. Því var ákveðið að veitingastaðurinn fengi það nafn enda fjölskylduveitingastaður.

Ljóst er að spennandi tímar eru fram undan hjá Finnsson bistro og miðað við viðtökur undanfarinna daga er ljóst að Kringlugestir og nærsveitungar taka þessari nýjung fagnandi.

Mikið var lagt upp úr að vel færi um gesti …
Mikið var lagt upp úr að vel færi um gesti og eru allir stólar á staðnum einstaklega þægilegir. Kristinn Magnússon
Hinn rómaði búbbluskáli er skyldustopp fyrir þá sem vilja setjast …
Hinn rómaði búbbluskáli er skyldustopp fyrir þá sem vilja setjast niður og fá sér vínglas og létta rétti með. Kristinn Magnússon
Áberandi veggfóður, ljósakrónur og plöntur gera ótrúlega mikið fyrir rýmið …
Áberandi veggfóður, ljósakrónur og plöntur gera ótrúlega mikið fyrir rýmið sem áður var fremur kuldalegt. Kristinn Magnússon
Finnur og Klara eru bókstaflega alin upp á veitingahúsum og …
Finnur og Klara eru bókstaflega alin upp á veitingahúsum og hafa bæði áralanga reynslu af veitingamennsku. Kristinn Magnússon
Á daginn er dregið frá og slær hjartað í takt …
Á daginn er dregið frá og slær hjartað í takt við Kringluna þar sem viðskiptavinir geta fengið sér veitingar af öllum stærðum og gerðum. Kristinn Magnússon
Á kvöldin er dregið fyrir tjöldin og er breytingin mikil …
Á kvöldin er dregið fyrir tjöldin og er breytingin mikil - raunar eins og um tvo ólíka veitingastaði sé að ræða. Kristinn Magnússon
Hægt er að taka á móti hópum.
Hægt er að taka á móti hópum. Kristinn Magnússon
Glæsilegir básar bjóða upp á gott næði.
Glæsilegir básar bjóða upp á gott næði. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert