Hanna Þóra og Hera Björk hanna spennandi rétti fyrir XO

Hanna Þóra og Hera Björk.
Hanna Þóra og Hera Björk. Kristinn Magnússon

Veitingastaðurinn XO hefur sett tvo nýja rétti á matseðilinn sem henta sérstaklega þeim sem vilja forðast kolvetni. Í aðalhlutverki eru vörur frá Barenaked sem framleiðir spaghetti, pasta og hrísgrjón úr konjaks-rót sem inniheldur nánast engin kolvetni og hefur því reynst staðgóður staðgengill fyrir hefðbundnar kolvetnasprengjur.

Réttirnir eru hannaðir í samstarfi við ketó-drottninguna Hönnu Þóru sem hefur verið öflugur talsmaður ketó-mataræðis og Barenaked á Íslandi ásamt því að hafa gefið út metsölubók um lífsstílinn sem hún byggir á eigin reynslu en þar er jafnframt að finna fjölda girnilegra uppskrifta. Rétturinn sem kenndur er við Hönnu Þóru heitir Barenaked tikka masala a la Hanna Þóra og ætti að gleðja marga.

Seinni rétturinn var hannaður í samstarfi við ekki ómerkari manneskju en Heru Björk. Hera kynntist nýlega Barenaked-vörunum og féll kylliflöt fyrir þeim en sjálf forðast hún glúten og kolvetni í sínu mataræði í kjölfar magaermaraðgerðar sem hún fór í 2017. Síðan þá hefur hún hvorki getað borðað pasta né hrísgrjón og Barenaked-vörurnar því himnasending fyrir hana.

Réttur Heru heitir Barenaked-kókosnúðluréttur a la Hera Björk og er, eins og nafnið gefur til kynna, himneskur núðluréttur með kjúklingi, kókos og karríi eins og þeir gerast bestir.

Barenaked-kókosnúðluréttur a la Hera Björk
Barenaked-kókosnúðluréttur a la Hera Björk
Barenaked tikka masala a la Hanna Þóra.
Barenaked tikka masala a la Hanna Þóra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »