Lúxus uppskriftin sem gulltryggir vikuna

Ljósmynd/Eyþór Rúnarsson (eythorkokkur.is)

Hér erum við með uppskrift úr smiðju meistarakokksins Eyþórs Rúnarssonar að dýrindis laxarétt sem ætti að æra alla óstöðuga, ömmur þeirra og gúrmei nagga þessa lands.

Einfaldur og góður með vandræðalega skemmtilegri bragðsamsetningu sem er nauðsynlegt að prófa.

Laxaflök í engifer- og döðludressingu

  • 800 g laxaflök roð og beinlaus 
  • 60 g döðlur 
  • 1 stk. lítill skallotlaukur (afhýddur)
  • ½ hvítlauksrif (afhýtt)
  • 4 msk. sojasósa 
  • 1 stk. ferskur rauður chili (kjarnhreinsaður)
  • 1 stk. appelsína (afhýdd og skorinn í ca. 8 bita) 
  • 50 ml ólífuolía 
  • 50 ml appelsínusafi
  • 50 g engifer (fínt rifið)
  • 175 g grísk jógúrt

Setjið allt hráefnið nema laxaflökin í blender og vinnið saman í ca. 1 mín eða þar til allt er orðið maukað saman. Takið helminginn af dressingunni, veltið laxinum upp úr henni og kryddið laxinn með salti og pipar. Takið hinn helminginn af dressingunni og setjið í skál og berið fram með laxinum. 

Bakað grænmeti í grískri jógúrt með myntu 

  • 200 g sellerí (fínt skorið)
  • 1 stk. súkíní (gult eða grænt - þunnt skorið)
  • ½  stk. rauðlaukur (skrældur og fínt skorinn)
  • 175 g grísk jógúrt 
  • 3 msk. af fínt skorinni myntu 
  • 1 msk. grænmetisþurrkraftur 
  • 1 msk. maple sýróp
  • Sjávarsalt 
  • Svartur pipar 

Setjið grísku jógúrtina, myntuna, grænmetiskraftinn og maple sýrópið saman í stóra skál og blandið vel saman. Bætið skorna grænmetinu út í skálina og blandið saman. Smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið grænmetið í botninn á eldföstu móti og leggjið laxaflökin yfir grænmetið. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 25 mín.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert