Ofursnjöll lausn fyrir þá sem nota mýkingarefni

Stórgott húsráð fyrir þá sem nota mýkingarefni.
Stórgott húsráð fyrir þá sem nota mýkingarefni. mbl.is/

Mýkingarefni gefur flíkunum góða angan, þó eru ekki allir sammála um að efnið sé það besta fyrir fötin. Engu að síður er hér húsráð fyrir þá sem nota mýkingarefni og vilja hafa hreint í kringum sig.

Þannig er mál með vexti, að við hellum mýkingarefninu í tappann til að mæla hversu mikið efni á að fara með í hverri vél. En tappinn á til að verða „slímugur“ eftir efnið og áður en við vitum af er klístur á brúsanum. Til að komast hjá þessu leiðindaveseni er best að henda tappanum með í þvottavélina og hann kemur skínandi hreinn þaðan út – sem og fötin.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert