Hjá Höllu opnar aftur á fimmtudagskvöldum

Það er notaleg stemning Hjá Höllu í Grindavík.
Það er notaleg stemning Hjá Höllu í Grindavík. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir

Vinsælasti veitingastaðurinn þessa dagana er án efa Hjá Höllu, sem staðsettur er á heitasta gossvæði landsins í Grindavík. En Halla opnar nú aftur á sérvöldum fimmtudagskvöldum og byrjar þessa vikuna með stæl.

Halla María veitingahúsaeigandi Hjá Höllu í Grindavík og Leifsstöð, segir í samtali að kvöldopnanir staðarins í Grindavík hafa legið í dvala eftir að samkomutakmarkanir voru hertar en nú sé að birta til og mun Halla opna aftur dyrnar á fimmtudagskvöldið við miklar undirtektir fastagesta. Þetta fimmtudagskvöld munu Marcin og félagar frá Grillmarkaðinum mæta og hrista saman nokkra litríka kokteila fyrir gesti. Og eins verður kaldur á krana frá 22.10 Brugghús, sem þykir það afbragðsgóður öl að sögur fara af, enda bruggaður í heimabæ Höllu. Og til að fullkomna kvöldið munu ljúfir tónar halda uppi stemningunni á staðnum.

Matseðill kvöldsins verður ekki af verri endanum, eða gúrmei krásir eins og Höllu einni er lagið. Naut með súrsuðu blaðlaukssalati ásamt tveimur útfærslum af gellum. Af myndunum að dæma verða bragðlaukarnir alls ekki fyrir vonbrigðum.

Gott er að bóka sæti til að missa ekki af fyrstu fimmtudagsopnun sumarsins og skála fyrir löngum og björtum sumardögum – en matseðill kvöldsins er opinn frá 18:30 til 21 og eins verður opið frameftir hjá Lindu í Palóma.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Veitingastaðurinn opnar á ný á fimmtudagskvöldum.
Veitingastaðurinn opnar á ný á fimmtudagskvöldum. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Þeir sem hafa smakkað matinn Hjá Höllu, vita að hér …
Þeir sem hafa smakkað matinn Hjá Höllu, vita að hér eru sælkeraréttir á boðstólnum. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Brugghúsið 22.10 verður á staðnum með kaldan á krana.
Brugghúsið 22.10 verður á staðnum með kaldan á krana. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert