Nýtt súkkulaði frá Nóa Síríus

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar nýtt súkkulaði kemur á markað og í þetta sinn ættu ansi margir að gleðjast því Nói Síríus hefur sett á markað nýja rjómasúkkulaðiplötu með hindberja-trompbitum og saltlakkrís.

Bragðið er því bæði salt og súrt sem ætti að falla í kramið. Hvort um tímabundna vöru er að ræða skal ósagt látið en sælgætisgrísir fá nú eitthvað til að ræða um og velta vöngum yfir í sumar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is