Ómótstæðilegar vorrúllur að hætti Hildar Rutar

Girnilegar avókadó vorrúllur með kóríander sósu að hætti Hildar Rutar.
Girnilegar avókadó vorrúllur með kóríander sósu að hætti Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

„Það eru örugglega fleiri en ég sem elska „avocado eggroll“ á Cheesecake factory í Bandaríkjunum. En sá réttur er fyrirmyndin af þessari uppskrift“, segir Hildur Rut um uppskriftina. Vorrúllur fylltar með avókadó, tómötum, kóíander og blaðlauki bornar fram með gómsætri . Hildur segir uppskriftina vera lítið mál að gera og mælir með að allir prófi að smakka.

Ómótstæðilegar avókadó vorrúllur (6 rúllur)

 • 2 stór avókado (eða 3 lítil avókadó)
 • 1-2 tómatar
 • 2 msk. kóríander
 • 3 msk. blaðlaukur
 • Safi úr ½ lime
 • Chili flögur
 • Salt og pipar
 • Egg
 • 2 dl olía (ég notaði steikingarolíuna frá Olifa)
 • Fílódeig (Fæst tilbúið og frosið í t.d. Hagkaup)

Kóríander sósa

 • 3 msk. sýrður rjómi
 • 1 msk. majónes
 • 3 msk. kóríander
 • Safi úr ½ lime
 • ½ tsk limebörkur
 • Salt og pipar
 • Smá hvítlauksduft

Aðferð:

 1. Stappið avókadóið gróflega með kartöflustappara eða notið annað áhald til að stappa.
 2. Skerið tómatana, kóríander og blaðlauk smátt og hrærið saman við avókadóið. Kreistið safa úr lime og kryddið með salti, pipar og chili flögum.
 3. Skerið fílódeigið í 6 ferninga. Ein plata af deiginu gerir 2 skammta.
 4. Dreifið avókadóstöppunni jafnt í miðjuna á öllum skömmtunum.
 5. Pískið egg og penslið hornin á deiginu.
 6. Pakkið deiginu saman eins og umslagi og myndið úr því 6 rúllur. Farið varlega af því að deigið er viðkvæmt. Ef það kemur gat á deigið þá er gott að taka bút af deiginu, bleyta það með egginu og setja yfir gatið.
 7. Hitið olíuna í háum potti.
 8. Steikið vorrúllurnar upp úr olíunni þangað til að þær verða gylltar og stökkar. Passið að olían sé orðin vel heit. Mér finnst gott að dýfa viðarskapti á skeið í olíuna og þegar hún er orðin heit þá bullsýður viðurinn.
 9. Skerið vorrúllurnar í tvennt, berið fram með kóríander sósunni og njótið.

Kóríander sósa

 1. Saxið kóranderinn smátt og blandið öllum hráefnunum saman í skál. Berið fram með vorrúllunum.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is