Það er draugagangur á kránni

Hefur þú upplifað draugagang?
Hefur þú upplifað draugagang? mbl.is/Getty

Þeir eru víst ófáir staðirnir þar sem draugagang er að finna og þá líka á skemmtistöðum og börum – enda hvergi betra að eyða dögunum eftir að hafa yfirgefið þessa jarðvist. Þeir eru nokkrir staðirnir sem búa yfir draugagangi í London eins og lesa má um hér fyrir neðan.

Viaduct Tavern
Viaduct Tavern, er ein af síðustu hefðbundnu Victorian Gin höllum Lundúna – og er reist á lóð fyrrum fangelsis, svo auðvitað er reimt á þessum stað. Margar sögur hafa borist af staðnum og ein átti sér stað árið 1996, er stjórnandinn var að þrífa í kjallaranum þegar hurðinni var skellt aftur og ljósin slökknuðu. Manngreyið gat ekki opnað dyrnar sama hvað, en eftir dágóða stund opnaði konan hans utan frá án vandræða. Fleiri sambærilegar sögur hafa átt sér stað á staðnum.

Ten Bells
Brugghúsið Ten Bells hefur oft verið tengt saman við morð framin af hinum heimsþekkta Jack the Ripper. Því talað er um að síðasta fornarlambið hans, Mary Kelly, hafi heimsótt kránna rétt áður en hún var drepin – sem þýðir að mögulega hafi Jack verið á staðnum sama kvöld. En það er ekki allt, því einn húsráðandi kráarinnar var einnig myrtur með öxi á staðnum og talað er um að hann hræði starfsfólkið sem kemur upp á aðra hæð hússinss. Efri hæðin er jafnvel sögð hafa hrætt reyndustu miðla sem hafa reynt að hrekja manninn burt án árangurs.

Hoop & Toy
Ein elsta kráin á Kensington svæðinu er frá árinu 1760 og kallast Hoop & Toy – sem þýðir að hún eigi sér langa sögu. Þegar verið var að reisa neðanjarðarlestastöð á svæðinu, þurftu menn að brjóta sig í gegnum vegg í kjallara hússins og fundu nokkuð grimmilegt. Svo virðist sem kjallarinn á kránni hafi verið notaður af nærliggjandi kirkjum sem hafa grafið lík presta á fyrri árum. Kráin var því byggð ofan á grafreit! Talið er að andarnir séu fastir eftir að hafa orðið fyrir truflunum af neðanjarðarverkunum. Þeir ráfa nú um týndir á kránni, eirðarlausir og bíða eflaust eftir ísköldum bauk og snakkflögum.

mbl.is