Nauta Rib-eye með wasabi-smjöri komið á markað

Ást okkar á wasabi hefur ekki farið leynt og því síður á íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Jurt sem ræktar wasabi sem þeir kalla Nordic Wasabi hér á Íslandi og þykir mikið fágæti meðal matgæðinga.

Norðlenska hefur í samstarfi við Jurt sett á markað sérvalið íslenskt nautarib-eye í sneiðum en kjötinu fylgir wasabi-smjör sem unnið er úr ekta íslensku wasabi. Útkoman er bragðmikil og spennandi steik sem mun koma matgæðingum skemmtilega á óvart.

Nordic Wasabi er ferskt og kraftmikið, alvöru wasabi en æktunin fer fram í hátæknigróðurhúsum á Egilsstöðum, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinleika og sjálfbærni. Frá því að varan kom á markað hefur hún verið eftirsótt hráefni á heimsþekktum veitingahúsum og notuð á ótal nýja og spennandi vegu.

Spennandi verður að bragða á þessari nýju vöru frá Norðlenska sem smellpassar á grillið og ætti að taka sumarkvöldin upp á næsta stig.

mbl.is