Nýr Camembert kryddostur er fullkominn í flestan mat

mbl.is/MS

Það er fátt sem við elskum heitar en nýjungar sem virðast svo einfaldar en hafa þann undramátt að gera allan mat betri og alla matseld einfaldari.

Hér erum við að tala um nýjasta kryddostinn frá MS sem er með Camembert. Ólíkt hefðbundnum Camembert ostum bakast hann og bráðnar einstaklega vel og hentar því sérstaklega vel í matargerð af ýmsu tagi. Ostinn er upplagt að rífa og nota til að bragðbæta sósur, hann bráðnar vel og smellpassar á pizzur og fjölbreytta ofnrétti, svo má skera hann í teninga og baka í ofni með hnetum og sírópi. Þá er ótalin sú staðreynd að osturinn smakkast dásamlega einn sér og nýtur sín vel niðursneiddur ofan á brauð og kex.

Þessu ber að fagna!

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/MS
mbl.is