Álpappírinn á að fara í uppþvottavélina

Álpappír hjálpar til við uppvaskið.
Álpappír hjálpar til við uppvaskið. mbl.is/Getty

Enn og aftur færum við ykkur ný húsráð, og að þessu sinni setjum við álpappír inn í uppþvottavél. Já, góðir lesendur – við erum alls ekkert að grínast með þetta hér.

Álpappír og uppþvottavél eru alls ekki hlutir sem okkur hefði dottið í hug að væru að fara að „tala saman“. En samkvæmt vinum okkar á TikTok virðast þeir vera með lausnina við öllu, því hér er á ferðinni húsráð sem færir þér skínandi hrein hnífapör. Eina sem þú þarft að gera er að taka álpappír, vöðla honum saman í kúlu og setja ofan í hnífaparahólfið. Settu því næst uppþvottavélina af stað og útkoman verða glampandi hrein hnífapör. Algjör snilld!

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is