Dönsku eldhúsin sem þykja þau allra vönduðustu

Smekkleg sérsmíði hjá Boform.
Smekkleg sérsmíði hjá Boform. Mbl.is/Boform

Það eru rúm fjörutíu ár síðan fyrsta eldhús Boform var hannað og sett á markað, en fyrirtækið hefur síðan þá framleitt hágæðaeldhús fyrir nútímaheimili.

Boform er stofnað af Ove Skou, sem talinn er fyrirmynd í danskri eldhúshönnun. Handverkið í smíðinni, gæði efna, einfaldleikinn og fáguð hönnun eru þeir þættir sem einkenna eldhúsin frá Boform – en fyrirtækið segir eldhús vera mikilvægustu „mubluna“ á heimilinu, þar sem samverustundir fjölskyldu og vina eiga sér stað.

Boform er dönsk framleiðsla og því ekkert hér sem tapast í fjöldaframleiðslu. Árangur þeirra í gegnum tíðina byggist nefnilega ekki bara á handverkinu heldur athyglinni á smáatriðum. Þess vegna tekur Boform alltaf þátt í ferlinu frá hugmynd að fullunnu eldhúsi. Áhugasamir geta skoðað nánar HÉR.

Hvít innrétting með smá glamúr og gulli.
Hvít innrétting með smá glamúr og gulli. Mbl.is/Boform
Mbl.is/Boform
Afskaplega falleg áferð á skápnum.
Afskaplega falleg áferð á skápnum. Mbl.is/Boform
Takið eftir tökkunum á eldavélinni sem eru innbyggðir í innréttinguna.
Takið eftir tökkunum á eldavélinni sem eru innbyggðir í innréttinguna. Mbl.is/Boform
Mbl.is/Boform
mbl.is